Norræn jól

Velkomin á norrænu bókmenntavikuna!

Norræna bókmenntavikan fyllir skóla og bókasöfn á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum af upplestri, sýningum, samræðum og menningarupplifunum. Við tökum þátt í sama viðburðinum jafnvel þó við séum á mismunandi stöðum. Þema ársins er   Norræn jól  –verið velkomin á norrænu bókmenntavikuna 2023!

Norræna bókmenntavikan verður haldin 13. – 19. november 2023. Þann 13. nóvember höldum við stóran upplestrarviðburð þar sem ungir sem aldnir koma saman í skólum og á bókasöfnum víðsvegar um Norðurlönd og Eystrasaltsríkin til að hlusta á upplestur úr ákveðnum textum. Morgunstund fyrir börn og ungmenni byrjar klukkan 09:00. Rökkurstund fyrir fullorðna byrjar klukkan 19:00. Auðvitað er hægt að breyta tímasetningunni eftir þörfum einstakra stofnana.

Norræna bókmenntavikan býður upp á mörg tækifæri. Tilgangur þessarar hugmyndaskrár er að hvetja leikskóla, skóla, bókasöfn og aðrar menningarstofnanir til að setja saman spennandi og fjölbreytta dagskrá. Hugmyndirnar eru flokkaðar eftir hlustendahópum, þ.e. börn, ungmenni og fullorðnir. Hins vegar er mikilvægt að benda á að aldur er aðeins tala í þessu samhengi, hugmyndirnar geta einnig stuðlað að skipulagningu viðburða sem henta fyrir alla aldurshópa. Hið árlega þema Norrænu bókmenntavikunnar er miðpunktur vikunnar, ásamt upplestrarbókunum, viðburðunum o.fl.

Við óskum þess að skipuleggjendur og þátttakendur skemmti sér sem best í Norrænu bókmenntavikunni 2023!

Njótið lestursins,

Anna Foucard
Verkefnisstjóri

Jorden

Sérstakar þakkir:

Alfred Arvidsson, Andra Heinat, Anniken Ørndal Iversen, Ásdís Eva Hannesdóttir, Brigita Urmanaite, Cia Numelin, Eilen Anthoniussen, Ieva Hermansone, Marika Lindström, Marjun Patursson, Merete Riber, Mikaela Wickström, Sara Razi Ullah.

Deildu upplifunum þínum í Norrænu bókmenntavikunni 2023

Myndirnar skulu á einn eða annan hátt endurspegla þema þessa árs. Vertu með, settu myndirnar þínar inn á Instagram eða á Facebook og merktu þær með   #nordisklitt23.

FYLGDU OKKUR Á INSTAGRAM OG FACEBOOK

Fylgdu okkur á Instagram og á Facebook. Þar finnur þú einnig fleiri myndir, uppfærslur og spennandi fréttir.

Facebook Instagram

Upplestur fyrir börn og ungmenni

Morgunstund

Upplestur fyrir börn og ungmenni fer fram um morguninn. Í ár er upplestrarbókin fyrir börn hin klassíska Emil í kattholti - Allar sögurnar eftir Astrid Lindgren.

Upplifunin af upplestrinum hefst jafnvel áður en bókin er opnuð. Með því að draga fyrir gluggatjöldin, dempa ljósin og kveikja á nokkrum kertum skapast heillandi stemmning á upplestrarstundinni. Bæði kennarar og skólabókaverðir geta lesið fyrir börnin. Einnig er hægt að bjóða leikurum, rithöfundum eða öðrum áhugamönnum um bókmenntamiðlun til að lesa fyrir börnin. Ef upplestur er skipulagður fyrir skólabekk vill nemandi í bekknum ef til vill lesa upphátt. Ef skjávarpi er tiltækur er hægt að bæta upplifunina með því að sýna mynd af kápu bókarinnar, myndefninu á veggspjaldi Norrænu bókmenntavikunnar eða myndskreytingum sem teknar eru úr bókunum.

Hugmyndir fyrir börn og ungmenni: Upplestrarstundin

Ræðið um það sem þið lesið

Útskýrið flókin orð. Leyfið börnunum að grípa fram í til að tjá sig og hvetjið þau til að nýta sér ímyndunaraflið. Spyrjið einfaldra og opinna spurninga til að efla virka þátttöku barnanna í upplestrinum.

Lesið í huggulegu umhverfi

Setjið húsgögn til hliðar og látið börnin sitja á dýnum og teppum a gólfinu á meðan á upplestrinum stendur. Eða búið til lítil tjöld með teppum eða lökum sem lýst eru upp með vasaljósum.

Lesið upphátt fyrir hvert annað

Notið Norrænu bókmenntavikuna sem tækifæri til að leggja áherslu á upplestur. Fáið sjálfboðaliða í bekknum til að lesa upphátt mismunandi hluta textans úr upplestrarbók ársins fyrir bekkinn. Nýtið tækifærið til að æfa annað norrænt tungumál með því að lesa upplestrartextann, að hluta eða í heild, á frummálinu. Þann 1. nóvember næstkomandi birtum við brot úr textanum á nordisklitteratur.org.

Lesið fyrir norrænan vinabekk

Vinnið með norrænum vinabekk og skiptist á að lesa hluta textans upphátt. Eða takið upp hljóðið og sendið vinabekknum ykkar hljóðskrána. Skiljið þið textann á tungumáli vinabekkjarins? Ræðið svo textann saman, hafið þið mismunandi skoðanir á honum? Er eitthvað í textanum sem þið kannast við frá ykkar landi? Finnið norrænan vinabekk á kennsluvefnum nordeniskolan.org!

Vinnið með skólanum eða bókasafninu

Norræna bókmenntavikan er tilvalið tækifæri til að efla samvinnu á milli skóla og bókasafna. Bjóðið skólabekk í upplestrarstund í bókasafninu eða bjóðið bókavörðum til að lesa upphátt fyrir bekkinn.

Hugmyndir fyrir börn og ungmenni: Viðburðir

Farið vel yfir textann

Notið upplestrarbókina bæði fyrir og eftir upplestrarstundina. Farið t.d. yfir kápu bókarinnar og ræðið hvað þið haldið að bókin fjalli um. Eftir upplesturinn getið þið rætt hugmyndir sem komu upp á meðan á upplestrinum stóð. Tengið þið við bókina?

Norrænn krókur á bókasafninu

Búið til krók á bókasafninu með norrænum bókum um ferðalög og ævintýri. Setjuð upp veggspjald ársins og settu fram upplestrarbækurnar ásamt öðrum norrænum bókmenntum, t.d. frá lista Norrænu bókmenntavikunnar yfir aðrar bókmenntir. Setjið fram efni þannig að börn sem koma geti teiknað eða málað myndir með þemað í huga, og látið þær vera hluti af sýningunni.

Skáldið munnmælasögu

Nemendurnir geta skáldað munnmælasögu í sameiningu með því að sá sem er að lesa upphátt byrjar á fyrstu setningunni og sá næsti heldur svo áfram. Þið haldið svo áfram þangað til að þið eruð sátt með söguna, það fer náttúrulega eftir fjölda þátttakenda og flæði sögunnar.

Höldum upp á Emil 60

Kynnið ykkur efnið fyrir hátíðina frá sænska forlaginu Rabén & Sjögren — skreytið með Emil plöggum, skipuleggið spurningagöngu eða smíðið ykkar eigin smíðaskemmu. Á afmælissíðunni Emil firar 60 år er að finna mikið magn efnis fyrir afmælið.

Notið námsgáttina Norden i Skolen

orden i Skolen er frír kennsluvefur fyrir kennara og nemendur sem vilja vinna með fræðasvið eins og mál og menning og/eða loftslag og náttúra. Stofnið aðgang á www.nordeniskolen.org og fáið aðgang að fjölbreyttu efni sem þið getið notað í Norrænu bókmenntavikunni. Þar eru t.d. yfir 90 norrænar stuttmyndir og heimildamyndir fyrir börn og ungmenni.

Upplestur fyrir fullorðna

Rökkurstund

Rökkurstund er upplestrarstund fyrir fullorðna og fer fram eftir að nóvembermyrkrið hefur skollið á. Upplestratexti þessa árs er tekinn úr  bókinni Stargate: jólasaga eftir Ingvild H. Rishøi.

Upplifunin af upplestrinum hefst jafnvel áður en bókin er opnuð. Með því að draga fyrir gluggatjöldin, dempa ljósin og kveikja á nokkrum kertum skapast heillandi stemmning á upplestrarstundinni.

Hugmyndir fyrir fullorðna: Upplestrarstundin

Sameinið upplesturinn og aðra viðburði á bókasafninu

Skipuleggið þið tungumálanámskeið fyrir útlendinga, ævintýrastundir fyrir börn, prjónahittinga eða bókaklúbba á bókasafninu? Lesið þá upphátt úr bókum ársins eða úr öðrum norrænum bókmenntum og gerið bókmenntavikuna 13.-19. nóvember að hluta af þessum viðburðum.

Höfundaheimsóknir

Sameinið upplesturinn og höfundaheimsókn, og bjóðið einum eða fleiri norrænum rithöfundum á viðburðinn. Ef til vill getið þið fengið í heimsókn höfund sem hefur verið tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eða til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Skipuleggið viðtal við höfundinn eða látið höfundinn segja frá starfinu sínu. Einnig er hægt að halda stutt námskeið í ritlist í sambandi við höfundaheimsóknina. Kannski leynist verðandi rithöfundur meðal hlustenda?

Umræður – Hvernig skilgreinum við norrænar bókmenntir?

Sameinið Norrænu bókmenntavikuna og umræður um norrænar bókmenntir. Hvað er norrænt? Er til sérstök tilfinning eða stemmning í bókmenntum sem er einkennandi fyrir Norðurlöndin? Bjóðið prófessor, lektor eða bókaverði til að halda kynningu á hugtakinu „norrænar bókmenntir“.

Norræn jól

Listaverk ársins

Prentaðu